runarjul.is | Rúnar Júlíusson | Fréttir



      Rúnar Júlíusson

runarjul.is  »  Fréttir



2. desember 2009
Dagur með Rúnari

Út er komin ljósmyndabókin Dagur með Rúnari eftir Þorfinn Sigurgeirsson. Bókin er framleidd í takmörkuðu upplagi og hægt er að nálgast eintak með því að senda fyrirspurn á geimsteinn@geimsteinn.is. Hér fylgja orð höfundar um bókina:

Laugardaginn 30. ágúst 2008 heimsótti ég vin minn Guðmund Rúnar Júlíusson í upptökuheimili Geimsteins og á heimili hans að Skólavegi 12 í Keflavík í þeim tilgangi að taka ljósmyndir af honum, og umhverfi hans, til að nota sem myndefni á diskasafnið Söngvar um lífið sem Rúnar hugðist gefa út fyrir jólin 2008 þar sem hann fer yfir feril sinn frá 1966 til 2008. Skömmu eftir útkomu þessa veglega lagasafns lést Rúnar af völdum hjartaáfalls, nánar tiltekið þann 5. desember, aðeins sextíu og þriggja ára. Þar með varð þetta síðasta verkefni mitt fyrir Rúnar en mér hafði hlotnast sá heiður að fá að vinna fyrir hann um árabil. Í ljósi þess hvernig fór fyrir Rúnari, fann ég mig knúinn til að setja afrakstur þessarar heimsóknar minnar á bók til minningar um samstarf okkar og vináttu.

Þorfinnur Sigurgeirsson



« Til baka