Flytjandi: Rúnar Júlíusson
Titill: Trúbrotin 13
Ár: 2004
Trúbrotin þrettán er nýjasta og líklega metnaðarfyllsta sólóplata Rúnars Júlíussonar frá upphafi. Á henni eru þrettán lög, öll trúarlegs eðlis og færð í búning sem verður að teljast bæði hressilegur og óvanalegur á íslenskum tónlistarmarkaði. Síðasta lagið á plötunni, Ó Jesú bróðir besti, var hljóðritað á svokallaðan stálþráð þegar Rúnar var aðeins sex ára gamall. Að þessu sinni er það matreitt með smekklegum undirleik þeirra Þóris Baldurssonar og Daniels Cassidy. |