Undir áhrifum

Undir áhrifum

Flytjandi: Trúbrot
Titill: Undir áhrifum
Ár: 1970

Undir áhrifum var tekin upp í Wifoss studio í Kaupmannahöfn, Danmörku í október 1970 á 10 rása upptökuvél eins og segir í bæklingi plötunnar. Upptökumaður var Philip Wifoss. Platan kom fyrst út á vegum Fálkans í nóvember 1970. Forsíðumynd á umslagi plötunnar tileinkaði sveitin náttúruvermd og er af öskuhaugum Keflavíkurflugvallar. Í plötubæklingi er skemmtileg og nokkuð löng upptalning á áhrifavöldum sveitarinnar allt frá New York og lauslæti til forlaga og dauðans.

Lagalisti

1. Going 4:44
2. Everything’s alright 4:23
3. In the country 2:46
4. Relax 2:44
5. Sunbath 3:47
6. Tracks 3:55
7. Feel me 10:34
8. Stjörnuryk 7:35