Hljómar 2004

Hljómar 2004

Flytjandi: Hljómar
Titill: Hljómar 2004
Ár: 2004

Hljómarnir eru í essinu sínu á þessum nýja diski. 12 frábær lög með textum eftir annálaða textahöfunda eins og Guðmund Andra ThorssonEinar Má GuðmundssonÞorstein Eggertsson o.fl.

Á disknum má finna lög eins og: Upp með húmorinnEitt lítið stef og Geggjuð ást sem öll hafa heyrst á öldum ljósvakans að undanförnu. Hljómarnir eru frumkvöðlarnir og aðrir eru sporgöngumenn þeirra – nýr geisladiskur frá þeim félögum er því alltaf stórfrétt sem tónlistaráhugamenn fagna.

Síðan Hljómarnir fóru aftur á stjá í kringum 40 ára afmælið hafa þeir ferðast um landið og spilað fyrir fullu húsi trekk í trekk. Það er ljóst að keflvíska bítlið kom til að vera haustið 1963!

Nr.

1.
2.
3.
4.
5.
6.
7.
8.
9.
10.
11.
12.

Lag & Lengd

Eitt lítið stef 3:38
Upp með húmorinn 3:24
Geggjuð ást 3:29
Þegar sólin brennur 3:46
Rokkhundar 3:40
Leiktu þér að mér 3:29
Bless á meðan 3:38
Ögurstund 4:19
Þar sem Hamarinn rís 3:18
Nei, ekki fara í nótt 3:33
Að elska þig og þrá 2:31
Óður til birtunnar 3:32