Snákar í garðinum

Snákar í garðinum

Flytjandi: Rúnar Júlíusson
Titill: Snákar í garðinum
Ár: 2007

Rúnar Júlíusson, Herra Rokk sjálfur, sendir hér frá sér plötuna Snákar í garðinum í tilefni þess að hann er bæjarlistamaður Reykjanesbæjar 2007 og Ljósanæturhátíðarinnar. Á henni eru þrettán lög en í ellefu þeirra kemur hann sjálfur við sögu, ýmist sem lagahöfundur, textahöfundur eða hvort tveggja. Meðal annarra lagahöfunda má nefna Bjartmar Guðlaugsson, Jóhann Helgason, Larry Otis, Magnús Kjartansson, Sigurð Eyberg Jóhannesson, Torfa Ólafsson, Tryggva Hübner, Þór Sigurðsson og Júlíus Frey Guðmundsson. Sá síðastnefndi á þrjú lög (í einu að hluta til) og þrjá texta (tvo í samvinnu við föður sinn, Rúnar Júlíusson). Aðrir textahöfundar á plötunni eru Einar Már Guðmundsson og Jóhann Helgason. Platan dregur nafn sitt af einu laganna; Snákar í garðinum. Jóhann Helgason var valinn til að semja Ljósalag Reykjabesbæjar. Það er einmitt að finna á þessari plötu. Lagið heitir Ó Keflavík (við texta Jóhanns sjálfs). Margir hljóðfæraleikarar koma við sögu á plötunni og spila á margskonar hljóðfæri. Þeir sem spila eru Þórir Baldursson, Tryggvi Hübner, Sigurgeir Sigmundsson, Júlíus Freyr Guðmundsson, Jóhann Helgason, Björgvin Ívar Baldursson, Baldur Þórir Guðmundsson, Björn Árnason og Kristján Kristjánsson (KK). Rúnar syngur öll lögin á plötunni en auk hans syngja þeir Júlíus Freyr Guðmundsson, Jóhann Helgason og Einar Helgi Jóhannsson bakraddir. Júlíus Freyr Guðmundsson stjórnaði upptöku og hljóðblöndun á plötunni en fékk Björgvin Ívar Baldursson til liðs við sig. Upptökurnar fóru fram á Upptökuheimili Geimsteins

Nr.

1.
2.
3.
4:
5.
6.
7.
8.
9.
10.
11.
12.
13.

Lag

Segðu mér frá ástinni
Daginn í dag
Snákar í garðinum
Ástin hjálpar þér
Fyrir handan
Stemming í stíl
Stormur í glasi
Íslensku sveitir
Ég þrauka enn
Eintómur blús
Draumar
Óskiljanlegt
Ó, Keflavík

Lengd

2:38
3:16
2:46
4:24
3:29
2:43
2:39
3:01
3:18
2:52
3:36
3:12
4:43